Lionel Messi hefur verið duglegur að gagnrýna forráðamenn Barcelona síðusut vikurnar en hann fetti fingur út í það hvernig haldið var um hnútana við að kveðja fyrrverandi liðsfélagi hans, Luis Suárez, sem er á leið frá félaginu til Atlético Madrid.

„Þú verðskuldaðir veglegri kveðjustund sem væri í samræmi við það þú ert einn besti leikmaður í sögu félagsins. Þú afrekaðir ótrulega marga hluti hjá félaginu bæði sem leikmaður og liðsmaður," segir Messi á Instagram-síðu sinni um Suárez og viðskilnað úrúgvæska framherjans við Barcelona.

„Þú áttir ekki skilið að vera ýtt í burtu frá félaginu en í sannleika sagt kemur mér ekkert á óvart lengur þegar kemur að ákvarðanartöku hjá forráðamönnum félagsins," segir þessi frábæri framherji enn fremur.

„Það var skrýtið að mæta í klefann á dögunum og átta sig á því að þú værir ekki þar. Ég mun sakna þess að spila með þér og ekki síður að vera í kringum þig utan vallar. Gangi þér vel í því sem þú ert að taka þér fyrir hendur," segir hann um góðan vin sinn.