Lionel Messi, leikmaður karlaliðs Barcelona í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir að hafa verið vísað af velli í tapi liðsins gegn Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska ofurbikarsins um síðastliðna helgi. '

Messi sló þá Asier Villalibre, leikmann Athletic Bilbao, í uppbótartíma leiksins en þetta var fyrsta rauða spjaldið sem argentínski framherjinn fær að líta í þeim 753 sem hann hefur spilað fyrir Barcelona.

Jafnvel var talið að leikbannið yrði mun lengra en nú er ljóst að Messi þarf að sitja af sér tvo leiki í bann.

Messi missir þar af leiðandi af leikjum Barcelona gegn Cornella í spænska konungsbikarnum og Elche í spænsku efstu deildinni.