Franski vinstri bakvörðurinn Benjam­in Men­dy, sem er á mála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna meintra kynferðisbrota sinna en hann er nú laus úr haldi gegn tryggingu.

Mendy er ákærður fyrir naugðanir í sjö skipti og annað kynferðisofbeldi í einu tilviki.

Réttarhöld vegna þeirra mála fara fram næsta sumar en stefnt er að því að þau hefjist í júní. Und­ir­bún­ing­ur réttarhalda yfir Mendy fer fram 24. janú­ar síðar í þessum mánuði.

Meint brot sem Mendy er ákærður fyrir áttu sér stað frá októ­ber 2020 til ág­úst 2021. Mendy var handtekinn í ágústmánuði árið 2021.

Þessi 27 ára leikmaður hefur verið í gæsluvarðhaldi í 134 daga en hann var nýerið færður úr fangelsi í Liverpool í öryggisfangelsi í Manchester vegna ótta um öryggi hans.