Íslenska karlalandsliðið í körfubolta þurfti að sætta sig við ósigur gegn heims- og Evrópumeisturum Spánverja í undankeppni HM í Laugardalshöll í kvöld.

Það var afar vel mætt í Laugardalshöllina í kvöld þar sem stórlið Spánar mætti á klakann og freistaði þess að leggja stein í götu vegferðar íslenska landsliðsins að lokakeppni HM.

Svo fór að Spánverjar, með Miquel Salvo í fararbroddi, fóru með sigur af hólmi eftir að hafa leitt nær allan leikinn.

Staðan í hálfleik var 33-43 Spánverjum í vil og var það forysta sem þeir héldu út leikinn.

Lokastaðan í Laugardalshöllinni í kvöld var nítján stiga sigur Spánverja, 61-80 og eru þeir á toppi riðils okkar Íslendinga.

Atkvæðamestir í íslenska landsliðinu í kvöld voru þeir Tryggvi Snær Hlinason með 13 stig og 7 fráköst og Jón Axel Guðmundsson með 11 stig og 3 fráköst. Næstir á eftir þeim komu Ægir Steinarsson og Sigtryggur Björnsson.

Næst leikur Íslenska liðið mikilvægan leik gegn Georgíu á útiveli, niðurstaðan úr þeim leik mun gefa greinagóða mynd af því hvernig möguleikar Íslands á HM-sæti líta út.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins var í Laugardalshöll í kvöld og fangaði stemninguna með þessum flottu myndum:

Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli