Dregið hefur verið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. Ásta María Reynisdóttir, leikmaður í liði Breiðabliks sem urðu fyrstu bikarmeistarar í kvennaflokki og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ aðstoðuðu við dráttinn.

Leikirnir fara fram dagana 27.-29. maí, en liðin í Bestu deild kvenna koma inn í keppnina á þessum tímapunkti ásamt þeim sex félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna:

Tindastóll - Valur

Selfoss - Afturelding

ÍH eða FH - Stjarnan

Þór/KA - Augnablik eða Haukar

ÍA - KR

Þróttur R. - Víkingur R.

Keflavík - ÍBV

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Breiðablik