Ein­stak­lingurinn á bak­við TikTok reikninginn @WorldCup­Ti­­meTra­veller heldur því stað­fast­­lega fram að hann viti hvaða lið muni standa uppi sem sigur­vegari Heims­­meistara­­mótsins í knatt­­spyrnu sem fer þessa dagana fram í Katar.

Það er Sky News sem vekur at­hygli á þessu en um­­ræddur TikTok notandi birtir myndir á reikningi sínum sem hann segir að séu frá fram­­tíðinni.

Þar á meðal er mynd sem hann heldur fram að séu úr úr­­slita­­leik mótsins sem verði á milli Brasilíu og Frakk­lands.

Þó gera verði mikinn fyrir­­vara við því sem greint er frá í frétt Sky News um málið yrðu það Brasilíu­­menn sem myndu standa uppi sem sigur­vegarar HM í Katar eftir 2-1 sigur gegn Frakk­landi.

Marka­skorarar í leiknum yrðu Marqu­in­hos og Richarli­s­on fyrir Brasilíu og Antoine Gri­ezmann fyrir Frakk­land.

Brasilíu­menn eru þessa stundina taldir lík­legasta liðið til þess að vinna HM nú þegar loka­um­ferð riðla­keppni mótsins er hafin.

Næstir á eftir þeim í röðum veð­banka eru Frakkar og því myndi enginn gapa af undrun verði þetta úr­slita­leikur mótsins.

Þá telja not­endur TikTok sig sjá í gegnum þennan meinta tíma­flakkara, sem segist birta mynd­efni frá fram­tíðinni, og telja um­rædda mynd fyrir neðan vera af stuðnings­mönnum Brasilíu vera að fagna marki Richarli­s­on úr fyrstu um­ferð riðla­keppni HM.

Fréttablaðið/Skjáskot