Einstaklingurinn á bakvið TikTok reikninginn @WorldCupTimeTraveller heldur því staðfastlega fram að hann viti hvaða lið muni standa uppi sem sigurvegari Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer þessa dagana fram í Katar.
Það er Sky News sem vekur athygli á þessu en umræddur TikTok notandi birtir myndir á reikningi sínum sem hann segir að séu frá framtíðinni.
Þar á meðal er mynd sem hann heldur fram að séu úr úrslitaleik mótsins sem verði á milli Brasilíu og Frakklands.
Þó gera verði mikinn fyrirvara við því sem greint er frá í frétt Sky News um málið yrðu það Brasilíumenn sem myndu standa uppi sem sigurvegarar HM í Katar eftir 2-1 sigur gegn Frakklandi.
Markaskorarar í leiknum yrðu Marquinhos og Richarlison fyrir Brasilíu og Antoine Griezmann fyrir Frakkland.
Brasilíumenn eru þessa stundina taldir líklegasta liðið til þess að vinna HM nú þegar lokaumferð riðlakeppni mótsins er hafin.
Næstir á eftir þeim í röðum veðbanka eru Frakkar og því myndi enginn gapa af undrun verði þetta úrslitaleikur mótsins.
Þá telja notendur TikTok sig sjá í gegnum þennan meinta tímaflakkara, sem segist birta myndefni frá framtíðinni, og telja umrædda mynd fyrir neðan vera af stuðningsmönnum Brasilíu vera að fagna marki Richarlison úr fyrstu umferð riðlakeppni HM.
