Þrátt fyrir að Zion Williamson hafi aðeins komið við sögu í þriðjungi leikja New Orleans Pelicans frá því að hann var valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar er hann að leggja lokahönd á nýjan samning sem færir honum 31 milljarða íslenskra króna.

Zion kom ekkert við sögu á nýafstöðnu tímabili eftir að aðgerð sem hann gekkst undir vegna fótbrots misheppnaðist.

Hann hefur aðeins komið við sögu í 85 af 243 leikjum Pelicans á síðustu þremur ár

Það hræðir ekki forráðamenn Pelicans sem buðu Zion einn af stærstu samningum í sögu NBA-deildarinnar.

Zion var valinn með fyrsta valrétt af Pelicans árið 2019 eftir að hafa verið í sviðsljósi fjölmiðla frá unglingsaldri fyrir hæfileika sína innan vallar.

Hann náði aðeins 24 leikjum á fyrsta tímabili sínu sem var stytt um tíu leiki vegna kórónaveirufaraldursins en ári síðar kom Zion við sögu í 61 leikjum og var valinn í stjörnuliðið.