Í nýrri skýrslu (e. technical report) evrópska knattspyrnusambandsins um Evrópumót kvenna kemur í ljós að Stelpurnar okkar voru með næstversta sendingahlutfallið á vallarhelmingi andstæðinganna og með lengstu sendingarnar að meðaltali.

Í skýrslunni kemur fram að 48% sendinga kvennalandsliðsins í vallarhelmingi andstæðingann rötuðu á samherja og þegar komið var á lokaþriðjunginn var sendingahlutfallið 47 prósent.

Þegar nánar er rýnt í sendingar íslenska liðsins á mótinu kemur í ljós að Ísland var með flestar löngu sendingarnar á mótinu og lengstu meðallengd sendinga, en meðallengd sendinga hjá Íslandi var 21,1 metrar.

Þá kemur í ljós að ekkert lið reyndi að nýta breidd vallarins betur (e. team width) né nýtti hornspyrnur betur þar sem 88 prósent allra hornspyrna Íslands á mótinu enduðu með tilraun að marki.