Búið er að staðfesta að Raul Jimenez, framherji Wolves, er með brákaða höfuðkúpu eftir samstuð við David Luiz í leik gegn Arsenal í gærkvöld.

Jimenez var borinn af velli með súrefnisgrímu eftir að hafa skallað saman við Luiz í upphafi leiks á Emirates-vellinum í gær.

Ákveðið var að fara með framherjann beint á næsta spítala í sjúkrabíl til að gangast undir aðgerð. Í tilkynningu Wolves kom fram að Jimenez væri nokkuð hress þrátt fyrir atvikið.

Luiz lék fyrri hálfleikinn en var tekinn af velli eftir að hafa gengist undir heilahristingspróf í hálfleik