Fótbolti

Meðal bestu Evrópuúrslitanna

Valur náði sínum bestu úrslitum í Evrópukeppni í þrjá áratugi þegar liðið vann Noregsmeistara Rosenborg á miðvikudagskvöldið. Sigur Valsmanna er með þeim bestu hjá íslensku liði í Evrópukeppni frá upphafi.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í baráttu við leikmenn Rosenborg í leik liðanna á Origo-vellinum á miðvikudagskvöldið. Fréttablaðið/Þórsteinn

Mark Eyjamannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sex mínútum fyrir leikslok tryggði Íslandsmeisturum Vals sigur á Noregsmeisturum Rosenborg í fyrradag. Þetta var fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi 18. júlí. Sigurvegarinn í einvíginu mætir að öllum líkindum Celtic í næstu umferð.

Lið Rosenborg er gríðarlega sterkt og hefur orðið norskur meistari þrjú ár í röð. Sigur Vals er því afar eftirtektarverður og má setja í hóp með bestu úrslitum sem íslenskt lið hefur náð í Evrópukeppni. Valur er annað íslenska liðið sem vinnur Rosenborg en Breiðablik vann norska liðið 2-0 á heimavelli sumarið 2011, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-0.

Sigur Vals á Rosenborg kemur 30 árum eftir að Valsmenn náðu sínum bestu úrslitum í Evrópukeppni; þegar liðið vann 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco. Þá eru 50 ár síðan Valur gerði markalaust jafntefli við Eusébio og félaga í Benfica fyrir framan metfjölda áhorfenda á Laugardalsvellinum.

FH, Stjarnan, Breiðablik og KR hafa náð ágætis úrslitum í Evrópukeppnum síðasta áratuginn en nú gæti röðin verið komin að Val sem hafði fyrir leikinn á miðvikudaginn aðeins unnið einn af síðustu 12 Evrópuleikjum sínum. Verkefnið í Þrándheimi verður ærið en Valsmenn fara þangað með eins marks forskot.

Jafnvel þótt Valur falli úr leik fer liðið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Santa Coloma frá Andorra. Valsmenn eiga því að minnsta kosti þrjá Evrópuleiki eftir í sumar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Komið að úr­slita­stundu í Moskvu

Fótbolti

Fót­boltinn mögu­lega á leiðinni heim á enska grundu

Fótbolti

Kári og Ólafur Ingi líklega hættir

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Auglýsing