Ítalska deildin staðfesti í dag að Chievo hefði fengið þrjú mínusstig og sektað um 200.000 evrur fyrir brot á reglum sambandsins um bókhald félaga.

Fyrir vikið er Chievo eitt á báti í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig í mínus þegar þrjár umferðir eru búnar. Þá var forseti félagsins, Luca Campedelli, settur í þriggja mánaða bann frá knattspyrnustarfsemi.

Chievo var staðið við það að ljúga til um kaupverð leikmanna frá félaginu Cesena sem varð gjaldþrota fyrr á árinu og dæmt niður í D-deildina á Ítalíu. Gáfu Chievo upp hærra kaupverð en félagið greiddi í raun og veru.

Slapp Cesena við sekt og mínusstig eftir að félagið var dæmt niður í fjórðu deild fyrr í sumar en Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður, lék á sínum tíma með Cesena í efstu deild á láni frá Juventus.