Fótbolti

Með mínusstig í efstu deild á Ítalíu

Ítalska deildin staðfesti í dag að Chievo hefði fengið þrjú mínusstig og sektað um 200.000 evrur fyrir brot á reglum sambandsins um bókhald félaga og er Chievo með tvö mínusstig eftir þrjár umferðir.

Strákarnir í Chievo eru með tvö mínusstig eftir þrjá leiki. Fréttablaðið/Getty

Ítalska deildin staðfesti í dag að Chievo hefði fengið þrjú mínusstig og sektað um 200.000 evrur fyrir brot á reglum sambandsins um bókhald félaga.

Fyrir vikið er Chievo eitt á báti í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig í mínus þegar þrjár umferðir eru búnar. Þá var forseti félagsins, Luca Campedelli, settur í þriggja mánaða bann frá knattspyrnustarfsemi.

Chievo var staðið við það að ljúga til um kaupverð leikmanna frá félaginu Cesena sem varð gjaldþrota fyrr á árinu og dæmt niður í D-deildina á Ítalíu. Gáfu Chievo upp hærra kaupverð en félagið greiddi í raun og veru.

Slapp Cesena við sekt og mínusstig eftir að félagið var dæmt niður í fjórðu deild fyrr í sumar en Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður, lék á sínum tíma með Cesena í efstu deild á láni frá Juventus.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing