Norður-Írski atvinnukylfingurinn Rory McIlroy hefur gert gott mót í ár og með sigri sínum á FedEx mótinu um nýliðna helgi náði hann að bæta yfir eigið met. Hann hefur nú halað inn því sem nemur rúma 4 milljarða íslenskra króna með árangri sínum á PGA mótaröðinni í ár. Það er meira en nokkur annar kylfingur hefur gert.

Metið var nú þegar í höndum McIlroy sem hafði árið 2019 slegið met Jordan Spieth og halað inn 3,4 fjórum milljörðum í verðlaunafé.

Fyrir sigur sinn í gær á FedEx mótinu fékk McIlroy tæpa 2,6 milljarða en hann spilaði afbragðsgott golf á lokahring mótsins en hann var sex höggum á eftir forystusauðnum Scottie Scheffler fyrir lokahringinn.