Conor McGregor, fyrrum tvö­faldur meistari í UFC og fyrrum æfinga­fé­lagi Gunnars Nel­son segir það geta farið svo að hann verði við­staddur bar­daga­kvöld UFC í London um helgina þar sem að Gunnar mun stíga inn í búrið á ný. Conor segir að það yrði gaman að geta verið á staðnum og séð Gunnar berjast.

Írski vél­byssu­kjafturinn var gestur í The MMA Hour í gær þar sem hann fór um víðan völl og snerti meðal annars á komandi bar­daga­kvöldi UFC í Lundúnum þar sem Gunnar Nel­son mætir meðal annars Bry­an Bar­berena.

„Ég gæti verið á svæðinu á bar­daga­kvöldinu sjálfu. Við erum með það á á­ætlun hjá okkur að koma upp úti­búi fyrir­tækisins míns, The Black For­ge, fyrir í London. Þá er Gunnar að berjast á þessu og bar­daga­kvöldi og það væri gaman að geta verið á staðnum og séð hann berjast.“

Annars er Conor einnig með auga­stað á aðal­bar­daga kvöldsins sem er titil­bar­dagi velti­vigtar­deildarinnar, sömu deildar og Gunnar berst í, milli Leon Edwards og Kamaru Us­man.

Conor er vanur að keppa nokkrum þyngdar­flokkum neðar en undan­farið hefur hann verið að bæta á sig og gæti því horft hýru auga á titil­bar­daga í velti­vigtar­deildinni við sigur­vegara helgarinnar.

Fyrst þarf hann hins vegar að mæta Michael Chandler í búrinu.

„Ef þú vinnur þann bar­daga, færðu þá titil­bar­daga?“ spurði Ariel Helwani, um­sjónar­maður The MMA Hour.

„Já, ég væri til í það.“

„Myndirðu þá vilja fá bar­daga við sigur­vegarann í bar­daga Edwards og Us­man?“ bætti Helwani þá við.

„Það væri gaman að sjá hvar þessi velti­vigtar­titill endar.“