UFC bardagakappinn stefnir á undirkomu í bardagabúrið ef marka má færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöldi. McGregor hefur verið frá síðan í júlí í fyrra eftir að hafa fótbrotnað í bardaga gegn Dustin Poirier.

Í færslunni sem írski vélbyssukjafturinn setti fram í gærkvöldi biður hann fólk að verða reiðubúið. ,,Mikilfenglegasta og stærsta endurkoma í sögu íþrótta. Ætlar þú að verða vitni?"

McGregor hefur fyrir löngu ritað nafn sitt í sögubækur UFC en hann var á sínum tíma bæði ríkjandi meistari í fjaður- og léttivigtardeild UFC.

Það eru margir sem vilja berjast við írann enda vitað mál að bardagi við hann felur í sér sand af seðlum.

McGregor hefur aðeins barist fjórum sinnum frá árinu 2016 eftir að hann vann bardaga um léttivigtar beltið gegn Eddie Alvarez. Tveir síðustu bardagar hans hafa endað með tapi, báðir gegn Dustin Poirier.