UFC

McGregor mætti fyrir dóm

McGregor er ákærður fyrir að ráðast á rútu á UFC-viðburði í apríl síðastliðin, og tengist atburðurinn deilu milli bardagamanna innan deildarinnar.

McGregor á leið inn í dómshús í morgun. Nordic Photos/ Getty

Írski bardagakappinn Conor McGregor mætti fyrir dóm í New York-fylki í Bandaríkjunum í morgun. McGregor er ákærður fyrir að hafa slasað starfsfólk og bardagamenn á UFC- viðburði í apríl síðastliðin, þegar hann réðst á rútu sem fluttu fólk úr Barclays-höllinni í New York.

Hinn 29 ára McGregor ávarpaði fjölmiðla stuttlega, áður en hann gekk inn í dómssal. „Ég sé eftir þeim gjörðum mínum sem leiddu mig hingað í dag. Ég átta mig á alvarleika málsins og ég er bjartsýnn að unnið verði úr þessum,“ sagði McGregor.

Fjöldi aðdáenda mættu til að sýna McGregor stuðning. Nordic Photos/ Getty

McGregor gætti átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur af öllum ákæruliðum. Það þykir þó líklegt að hann reyni að semja um sáttir til að forðast fangelsisvist. Öllum bardögum McGregors hefur verið frestað þar til botn kemst í málið.

Nokkrir bardagakappar og starfsmenn UFC-deildarinnar slösuðust í atvikinu, þar á meðal Ray Borg og Micheal Chiesa. Berserksgangur McGregors hefur verið tengdur við deilu Khabibs Nurmagomedov og vinar McGregors, Artems Lobovs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing