UFC bardagakappinn og vélbyssukjafturinn Conor McGregor íhugaði á sínum tíma að hella sér í vodka framleiðslu hér á landi efir að hafa talað við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson en ákvað að lokum að fara á fullt í framleiðslu á Proper 12 viskínu sínu. Frá þessu greindi liðsfélagi Conors í þætti hjá talkSPORT á dögunum.

Artem Lobov, liðsfélagi Conors segir hann á endanum hafa ákveðið að halda tryggð við írsku rætur sínar og fara á fullt í að stofna fyrirtæki í kringum framleiðsluna á Proper 12 viskíinu sínu.

Hafþór Júlíus Björnsson
Mynd: Hafthor á Instagram

Þessi viðskiptahugmynd Conors fór vel af stað og í fyrra seldi hann meirihluta sinn í fyrirtækinu fyrir rúmar 600 milljónir dollara, það jafngildir tæpum 82 milljörðum íslenskra króna. Artem íhugar nú að láta verða að því að skrifa bók um sögu Proper 12 vískísins en hann var mjög náinn Conor á upphafsárum þess.

,,Einhverjum dögum seinni bardaga Conors gegn Nate Diax segir Conor við mig að hann hafi talað við Fjallið (Hafþór Júlíus) og að hann hafi boðið honum að fara af stað með sér í vodka framleiðslu á Íslandi," segir Artem í viðtali við talkSPORT.

Artem segist sjálfur vita mikið um viskí bransann og hann ráðlagði og segist hafa ráðlagt Conor að halda sig við írsku rætur sínar. Sem hann og gerði og græddi fúlgur fjár í þeim bransa.