Samkvæmt heimildum New York Times var Íslandsvinurinn Conor McGregor sakaður um kynferðisbrot í heimaborg sinni, Dublin, í síðustu viku.

Talsmaður McGregor neitaði þessum sögum í samtali við New York Times. Írska lögreglan er að rannsaka málið og hafa fjölmiðlar þar í landi fullyrt að frægur íþróttakappi hafi verið sakaður um glæpinn.

Írski bardagakappinn var tekinn í gæsluvarðhald í byrjun árs eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot en var ekki kærður. Þetta er því í annað sinn á þessu ári sem Conor er sakaður um kynferðisbrot.

Conor var sjálfur staddur til Dublin til að gefa skýrslu um atvik þegar hann réðst á eldri mann á knæpu í borginni eftir að maðurinn neitaði að smakka viskí sem Conor framleiðir.