Fótbolti

Mbappe vonast til að fara á Ólympíu­leikana árið 2020

Kylian Mbappe, framherji PSG og franska landsliðsins, segist áhugasamur um að leika fyrir hönd Frakklands á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.

Mbappe hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir hönd Frakklands. Fréttablaðið/Getty

Kylian Mbappe, framherji PSG og franska landsliðsins, segist áhugasamur um að leika fyrir hönd Frakklands á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.

Keppt er í knattspyrnu á Ólympíuleikunum þar sem þjóðir senda til leiks lið skipuð leikmönnum undir 23 ára aldri ásamt tveimur eldri leikmönnum.

Mbappé sem er aðeins nítján ára gamall kemur því til greina í franska landsliðið fyrir Ólympíuleikana og segist hann vera afar áhugasamur um það.

Liðsfélagar hans hjá PSG, Neymar og Marquinihos, voru hluti af brasilíska hópnum sem vann gull á Ólympíuleikunum 2016.

„Ég vill vinna alla þá titla sem í boði eru. Með landsliðinu þá vill ég vinna Evrópumótið og Ólympíuleikana og með PSG vonast ég til að vinna Meistaradeild Evrópu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Fótbolti

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing