Franska stórstjarnan skoraði þrennu í 4-1 sigri PSG og varð með því aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni sem skorar þrennu gegn Börsugnum í Meistaradeild Evrópu.

Khabib greindi frá því á Instagram eftir leikinn að Mbappe hafi áritað treyjuna sem hann lék í þetta kvöld og gefið honum.

Hinn rússneski Khabib er af mörgum talinn einn af bestu bardagaköppum allra tíma en hann ákvað á dögunum að MMA-ferlinum væri lokið eftir 29 bardaga. Khabib var ósigraður í búrinu á ferlinum.