Kylian Mbappé leikmaður franska karlalandsliðsins í knattspyrnu mun ekki leika með liðinu þegar það mætir íslandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvellinum á föstudaginn kemur.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef franska knattspyrnusambandsins. Þar kemur enn fremur fram að Alassane Plea, þýska liðsins leikmaður Borussia Monchengladbach, muni taka sæti Mbappé í hópnum.

Mbabbé skoraði eitt marka franska liðsins þegar liðið lagði það íslenska að velli 4-0 í fyrri leik liðanna í undankeppninni í París í lok mars fyrr á þessu ári en hann hefur skorað þrjú mörk alls riðlinum.

Frakkland og Tyrkland eru á toppi H-riðilsins fyrir leik liðanna á föstudagskvöldið með 15 stig eftir sex umferðir en Ísland kemur þar á eftir með 12 stig.