Fótbolti

Maðurinn sem á að mata Pogba og félaga

Þótt José Mourinho hefur ekki fengið allt sem hann vildi í sumar keypti hann þó Brassann Fred frá Shakhtar Donetsk.

Frammistaða Freds með Manchester United á undirbúningstímabilinu hefur lofað góðu

Frederico Rodrigues de Paula Santos, eða Fred, lék í fimm ár með Shakhtar Donetsk, varð þrisvar sinnum Úkraínumeistari með liðinu og lék fjölmarga leiki með því í Meistaradeild Evrópu. 

Í sumar keypti Manchester United brasilíska miðjumanninn svo fyrir 43,7 milljónir punda. José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, var ekki sáttur með gang mála á félagaskiptamarkaðnum í sumar en landaði þó hinum 25 ára gamla Fred.

Stuðningsmenn United vonast til að Fred reynist félaginu jafn vel og annar brasilískur miðjumaður, Fernandinho, hefur reynst Manchester City eftir að hann var keyptur frá Shakhtar fyrir nokkrum árum. Fred hefur leikið átta landsleiki fyrir Brasilíu og var í brasilíska hópnum á HM í Rússlandi í sumar.

Fred er vel spilandi alhliða miðjumaður sem er með góðar sendingar. Hans hlutverk hjá United verður að halda takti í spilinu og koma boltanum á leikmenn á borð við Paul Pogba, Alexis Sánchez og Romelu Lukaku í hættulegum stöðum.

Fred getur líka unnið boltann en gengur stundum full hart fram. Á síðasta tímabili fékk hann 11 gul spjöld og eitt rautt í 26 leikjum í úkraínsku úrvalsdeildinni.

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing