Matsuyama lék hringina fjóra á tíu höggum undir pari, einu höggi betra en Will Zalatoris í öðru sæti.

Japaninn var í sérflokki framan af dags og virtist ætla að vinna afskaplega öruggan sigur en slök spilamennska Hideki á lokakaflanum hleypti spennu í mótið á ný.

Xander Schauffele minnkaði forskot Matsuyama niður í tvö högg fyrir sextándu holuna en glæfraleg mistök Schauffele gerðu út um vonir hans.

Matsuyama fékk skolla á lokaholu mótsins en það kom ekki að sök þar sem hann var með tveggja högga forskot fyrir lokaholuna á Zalatoris.

Með því varð hann fyrsti karlkyns Japaninn til að vinna eitt af risamótunum í golfi.

Chako Higuchi vann risamót í kvennaflokki 1977 og Hinako Shibuno árið 2019.