Þýski varnarmaðurinn Joël Matip og brasilíski miðvallarleikmaðurinn Fabinho munu ekki fara með Liverpool til Katar og taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer þar í landi síðar í þessum mánuði.

Báðir eru að glíma við meiðsli en vonast var til þess að Matip væri búinn að jafna sig af meiðslum sínum í tæka tíð fyrir mótið. Fabinho verður hins vegar ekki meira með Liverpool á þessu ári vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Liverpool leikur til undanúrslita á heimsmeistaramótinu miðvikudaginn 18. desember en daginn áður mun leikmannahópur sem inniheldur aðra leikmenn en þá sem eru á neðangreindum lista leika við Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins.

Markmenn: Al­isson Becker, Adri­an, Andy Lonerg­an.

Varnarmenn: Andy Robert­son, Joe Gomez, Virgil Van Dijk, Dej­an Lovr­en. Trent Al­ex­and­er-Arnold, Neco Williams.

Miðjumenn: Georg­inio Wijn­ald­um, James Milner, Naby Keita, Jordan Henderson, Adam Lall­ana, Curt­is Jo­nes, Alex Oxla­de-Cham­berlain.

Sóknarmenn: Sa­dio Mané, Xher­d­an Shaqiri, Roberto Firmino, Divock Origi, Mo Salah, Rhi­an Brew­ster, Har­vey Elliott.