Juan Mata skrifaði í dag undir nýjan samning á Old Trafford tæpum tveimur vikum áður en samningur hans hjá Manchester United rann út.

Samningsviðræður gengu illa á meðan tímabilinu stóð en nú er ljóst að hann verður áfram á Old Trafford.

Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu.

Spænski kantmaðurinn gekk til liðs við Manchester United frá Chelsea árið 2014 og kostaði félagið á sínum tíma 37. milljónir punda.

Alls hefur Mata leikið 218 leiki fyrir Manchester United og skorað í þeim 45 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitum enska bikarsins árið 2016.