Lög­reglan í Manchester hefur hand­tekið mann á þrí­tugs­aldri grunaðan um nauðgun og líkams­á­rás. Talið er að um sé að ræða leik­mann Manchester United Mason Greenwood sem var í dag sakaður um að hafa beitt kærustu sína, Harriet Rob­son, grófu kyn­ferðis­of­beldi eftir að hún birti myndir af sér á Insta­gram þar sem hún sést blóðug og marin.

Lög­reglan í Manchester hefur sagst vera með­vituð um á­sakanirnar og stað­festi í dag að hún hefði hand­tekið mann á þrí­tugs­aldri vegna gruns um nauðgun og líkams­á­rás og fært í gæslu­varð­hald.

Að sögn Daily Mail sáust lög­reglu­þjónar og öryggis­verðir fyrir utan heimili fót­bolta­mannsins fyrr í dag og þá er einnig talið að lög­reglan hafi heim­sótt heimili Harriet Rob­­son og rætt þar við föður hennar.

Mason Greenwood er tví­tugur og hefur leikið með Manchester United síðan árið 2019. Til­kynnt var í dag að Greenwood myndi ekki spila né æfa með liðinu þar til annað kæmi í ljós.

Greenwood hefur ekki tjáð sig um á­sakanirnar opin­ber­lega enn sem komið er.