Eden Hazard missir af leikjum Real Madrid gegn Barcelona ásamt leik Real Madrid og Manchester City eftir að Belginn fór meiddur af velli um helgina.

Hazard varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Real Madrid síðasta sumar þegar félagið keypti hann frá Chelsea.

Sóknartengiliðurinn fór ekki leynt með áhuga sinn að leika fyrir Real Madrid og var Belganum ætlað að fylla í skarð Cristiano Ronaldo.

Við komuna til Madrídar var Hazard sakaður um að vera of þungur og þá hefur hann verið að glíma við talsvert af meiðslum.

Fyrir vikið hefur Belginn aðeins komið við sögu í fimmtán leikjum á þessu tímabili og skorað eitt mark.