Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotpsur eru í viðræðum við Roberto Martinez, þjálfara belgíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um að taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins.

Skysports greinir frá því að Martinez hafi sagt vinum sínum frá því að hann hyggist snúa aftur félagsliðaþjálfun eftir lokakeppni Evrópumótsins í sumar.

Talið er að Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton og Ralf Rangnick, fyrrverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá RB Leipzig, séu einnig á óskalista Tottenham Hotspur.

José Mourinho var sagt upp störfum hjá Tottenham Hotspur í apríl síðastliðnum og Ryan Mason stýrði liðinu út nýlokna leiktíð. Tottenham Hotspur hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun leika í Europa Conference League á næsta tímabili.

Svo gæti farið að stórar breytingar verði á leikmannahópi Tottenham Hotspur en Harry Kane gæti verið á leið tilManchester City, Manchester United eða Chelsea all keen on the England captain.

Til þess að fylla það skarð Kane komi til þess að hann yfirgefi herbúðir félagsins hefur Tottenham Hotspur áhuga á að næla í Danny Ings, framherja Southampton.