Körfubolti

Martin vongóður um skjótan bata

Landsliðsmaðurinn vonast til að snúa sem allra fyrst aftur á völlinn. Hann meiddist í Evrópuleik í gærkvöldi.

Martin í leik með Alba Berlin. Fréttablaðið/Getty

Martin Hermannsson vonast til að hann verði fljótur að ná sér af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í upphafi 4. leikhluta í leik Alba Berlin og Tofas í EuroCup í gær. Alba Berlin vann leikinn, 106-101, eftir framlengingu.

Martin fór í segulómskoðun í dag og í samtali við Fréttablaðið segir hann að þar hafi komið fram að allt sem skipti máli væri í lagi. 

Það taki hins vegar 4-6 vikur að jafna sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir. Ökklinn væri bólginn og þrjár sinar tognaðar.

Martin er bjartsýnn að batinn taki skemmri tíma og segir dæmi um að menn hafi jafnað sig á svona meiðslum á tveimur vikum.

Íslenska landsliðið mætir því belgíska 29. nóvember og óvíst er með þátttöku Martins í þeim leik.

Martin hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili með Alba Berlin. Liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni og fimm af sex leikjum sínum í EuroCup.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Kári þarf að fara í aðgerð

Körfubolti

„Gugga fær að halda fjarkanum“

Körfubolti

Finnur Atli í hóp hjá KR í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Sjö breytingar frá síðasta leik

VAR tekið upp á Englandi

Alfreð kominn með 300 sigra

Auglýsing