Mart­in Her­manns­son dró vagninn í sóknarleik Alba Berlin þegar liðið tapaði 85-71 fyr­ir Real Madríd í Euroleague í kvöld.

Mart­in var stigahæstur hjá Alba Berlin í leiknum með 13 stig en hann tók auk þess eitt frá­kast og gaf tvær stoðsend­ing­ar.

Eftir góða byrjun í riðlakeppninni þar sem Alba Berlin hafði betur gegn Zenit frá Pétursborg hefur þýska liðið nú beðið lægri hlut í fimm leikjum í röð.

Næsti leikur Alba Berlin í keppn­inni er á móti Maccabi Tel-Aviv í Ísra­el en ísraelska liðið hef­ur borið sigur úr býtum í fjórum leikjum og beðið ósigur í tveimur.