Körfuboltakappinn Martin Hermannsson, sleit krossband í leik með liði sínu Valencia gegn Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í gær. Þetta staðfestir Valencia með tilkynningu á heimasíðu sinni í morgun.
Martin var borinn af velli í gærkvöldi og ljóst er að langt bataferli er framundan. Martin hefur verið besti körfuboltamaður Íslands undanfarin ár og um mikið áfall er að ræða bæði fyrir íslenska landsliðið í körfubolta sem og Valencia.
Martin tjáir sig um meiðslin í færslu sem birtist á Twitter í morgun: ,,Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og fallegu skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Þetta er bara önnur áskorun sem ég þarf að takast á við, get ekki beðið eftir því að vinna að batanum. Sé ykkur fljótlega."
🏥2️⃣4️⃣
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) May 31, 2022
Á𝘯𝘪𝘮𝘰 @hermannsson15, 𝘩𝘰𝘺 𝘦𝘮𝘱𝘪𝘦𝘻𝘢 𝘵𝘶 𝘷𝘶𝘦𝘭𝘵𝘢 🧡
Cas 👉 Parte médico Martin Hermannsson https://t.co/OeBMQj3HEN
Val 👉 Comunicat mèdic Martin Hermannsson https://t.co/7H1uA0yAdd
Eng 👉 Medical Report: Martin Hermannsson https://t.co/qbAsUCjhA2 pic.twitter.com/hVg1FLzSG3