Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson leikmaður Valencia á Spáni fór á sína fyrstu liðsæfingu í dag eftir að hann meiddist illa á síðasta ári.

Frá þessu greinir Martin í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter en hann um stóran áfanga er að ræða fyrir leikmanninn, Valencia sem og íslenska landsliðið en Martin sleit krossband í leik með Valencia undir lok maí á síðasta ári.

„Fyrsta liðsæfing í 8 mánuði. Körfubolti ég saknaði þín,“ skrifaði Martin í færslu sem birtist á Twitter í kvöld.