Bakvörðurinn Martin Hermannsson sem er samningsbundinn Valencia í einni sterkustu körfuboltadeild Evrópu skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við spænska félagið, nokkrum vikum eftir að hann sleit krossband.
Martin átti eitt ár eftir af samningi sínum við Valencia en er nú samningsbundinn Valencia fram á sumarið 2024.
Vesturbæingurinn er að ná sér af alvarlegum meiðslum eftir að hafa slitið krossband í úrslitakeppninni með Valencia á dögunum.
🧡 #PuesMeQuedo
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) July 1, 2022
Cas 👉 @hermannsson15 seguirá dos temporadas más en Valencia Basket https://t.co/ZQYEPOlvWs
Val 👉 Martin Hermannsson seguirà dues temporades més a Valencia Basket https://t.co/9Ubq0haHaK
Eng 👉 https://t.co/FG0Eqm9kn7 pic.twitter.com/Uwg4Wn03lk
Íslendingurinn kom til Valencia sumarið 2020 eftir að hafa leikið með Alba Berlin í Þýskalandi og Étoile Charleville-Mézières og Châlons-Reims í Frakklandi á atvinnumannaferlinum.
Martin er með 8,2 stig, 3,6 stoðsendingu og 1,5 frákast að meðaltali í leik fyrir Valencia sem er með eitt af sterkustu liðum Spánar.