Mart­in Her­manns­son, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia, er tognaður á kálfavöðva á hægri fæti. Martin fór meidd­ur af velli í leik með Valencia gegn Barcelona í spænsku efstu deild­inni í gærkvöldi.

„Það er vöðvi kálfanum er víst tognaður og þetta geta verið hættuleg meiðsli ef maður fer of snemma af stað. Þannig að það er erfitt að segja hvað þetta verður langur tími sem ég verð frá.

En líklegast ekkert minna en tvær til þrjár vikur," segir Martin í samtali við Fréttablaðið um meiðslin.

Valencia situr í fimmsta sæti spænsku efstu deild­ar­inn­ar eins og sakirstanda. Mart­in hef­ur spilað 26 deildarleleiki með Valencia í vet­ur en hann er á sinni fyrstu leiktíð með liðinu.

Í þeim leikjum hefur þessi frábæri bakvörður skorað að meðaltali 7,3 stig, tekið 1,2 frá­köst og gefið 2,7 stoðsend­ing­ar í leik.