Mart­in Her­manns­son­, leikmaður Valencia, á eina af tíu flottustu stoðsendingum vetrarins í Euroleague, sem er sterk­asta félagsliðsliðakeppnin í Evr­ópu. 

Valencia er dottið úr leik í Euroleague en liðið vann 19 leiki og tapaði 15 í keppninni á yfirstandandi tímabili. Það skilaði Valencia í níunda sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppni.  

Martin hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikurnar og hefur þar af leiðandi verið fjarri góðu gamni hjá Valencia en hann er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik.

Tilþrif Martins má sjá í myndskeiðinu hér að neðan: