Fótbolti

Marti­al sagður vilja burt frá United

Ant­hony Marti­al er sagður vilja losna frá Manchester United en hann var ekki byrjunar­liðs­maður hjá fé­laginu á liðinni leik­tíð.

Martial var ekki fyrstur á blað hjá Mourinho á liðnu tímabili. Fréttablaðið/Getty

Franski framherjinn Anthony Martial vill fara frá Manchester United í sumar samkvæmt heimildum Sky Sports en hann hefur ekki verið byrjunarliðsmaður í framlínu José Mourinho, þjálfara liðsins, undanfarið. Ekki liggur fyrir hvert leið hans liggur en Sky vitnar í frétt RMC Sport þar sem umboðsmaður framherjans greinir frá.

Philippe Lamboley, umboðsmaður Martial, segir að ekki hafi gengið að ná samkomulagi um áframhaldandi samning hjá félaginu eftir nokkurra mánaða tilraunir.

„Ég tel að Manchester United, stærsta knattspyrnufélag í heimi, vilji ekki gera hann að mikilvægum byrjunarliðsmanni fyrst samningaviðræður hafa ekki gengið eftir þrátt fyrir nokkurra mánaða tilraunir,“ er haft eftir Lamboley sem ítrekar þó að Martial muni virða samning sinn við félagið óski það þess.

Martial gekk til liðs við United árið 2015 frá Mónakó fyrir 36 milljónir punda. Tottenham er sagt hafa áhuga á framherjanum knáa, en þeir freistuðu þess einnig að fá hann árið 2015. Martial byrjaði átján leiki með United á nýliðnu tímabili og skoraði í þeim níu mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hann­es: Töp­um van­a­leg­a ekki á heim­a­vell­i

Fótbolti

Rúnar Már: Slæmir kaflar í upphafi hálfleikjanna

Fótbolti

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Auglýsing

Nýjast

Gylfi Þór: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Ragg­i Sig: „Áttum meir­a skil­ið“

„Ísland gerði okkur afar erfitt fyrir í kvöld“

Al­freð: „Svekkj­and­i að við byrj­uð­um ekki fyrr“

Hamrén: Erum í þessu til að vinna leiki

Freyr: „Þetta tekur tíma“

Auglýsing