Wojciech Szczesny, mark­vörður pólska lands­liðsins í knatt­spyrnu segist hafa gert veð­mál við Lionel Messi í leik Pól­lands og Argentínu í gær á HM í Katar. Szczesny var á því að víta­spyrna yrði ekki dæmd er hann stjakaði við Messi.

Frá þessu greinir Szczesny í við­tali eftir leik en vendi­­punktur fyrri hálf­­­leiksins í leiknum kom á 37. mínútu þegar að Szczesny, sem stóð í marki Pól­lands, slæmdi hendi í Lionel Messi innan víta­­teigs eftir að Messi hafði skallað boltann fram hjá marki.

Dómari leiksins, Hollendingurinn Danny Desmond Makkeli­e var beðinn um að skoða at­vikið í VAR-sjánni og komst að þeirri um­­­deildu á­­kvörðun að Szczesny hefði brotið á Messi og því víta­­­spyrna dæmd.

Á meðan að dómarinn skoðaði at­vikið í VAR-sjánni segist Szczesny hafa gert veð­mál við Messi.

,,Ég hélt að víta­spyrna yrði ekki dæmd. Við (Messi) töluðum saman fyrir vítið og ég sagðist vilja gera veð­mál upp á 100 evrur að hún yrði ekki dæmd."

Víta­spyrnan var síðan dæmd og Szczesny tapaði veð­málinu.

,,Ég veit ekki hvort svona veð­mál eru leyfð á HM, ætli ég verði ekki settur í bann en það skiptir ekki máli," sagði Szczesny í hæðnis­tón en hann gerði sér lítið fyrir og varði víta­spyrnuna frá Messi.

Szczesny segist ekki ætla að standa við veð­málið.

,,Honum er slétt sama um 100 evrur."