Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni EM 2022.

Elín Jóna varði 14 skoti í glæsilegum sigri íslenska liðsins gegn Serbíu eða 40 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Þar af voru tvö vítaköst.

Liðsfélagar Elínar Jónu í úrvalsliðinu eru Camilla Herrem frá Noregi, Meline Nocandy frá Frakklandi, Katrin Klujber frá Ungverjalandi, Amelie Berger frá Þýskalandi og Danick Snelder frá Hollandi.

Eftir tvær umferðir eru Svíar með fjögur stig, Ísland og Serbía eru með tvö stig hvort lið og Tyrkland er án stiga. Ísland mætir Tyrklandi að heiman og heima í mars þegar liðið mætir Tyrklandi og lokaumferðir undankeppninnar verða spilaðar í lok apríl.