Markmaður varaliðs Mainz var hetja liðsins í jafntefli gegn varaliði Stuttgart í Þýskalandi í gær en hann bjargaði stigi fyrir félag sitt með hælspyrnu á lokamínútunum.

Hinn tvítugi Finn Dahmen fékk samþykki þjálfarans til að skokka fram þegar Mainz fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stuttgart og gekk illa að hreinsa aukaspyrnuna.

Endaði boltinn inn á teignum þar sem Dahmen skoraði með kálfanum en spurningarmerki er hægt að setja við markvörð Stuttgart í markinu.

Markið má sjá hér fyrir neðan.