Alisson Becker, markmaður Liverpool og brasilíska landsliðsins, fékk tvisvar reisupassann í einum og sama leiknum í undankeppni HM 2022 gegn Ekvador í nótt.

Alisson fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að hafa farið með fótinn í haus sóknarmanns Ekvadors. Því var seinna breytt í gult spjald eftir aðstoð myndbandsdómgæslu.

Markmaðurinn fékk svo annað gult spjald undir lok leiksins þegar tilraun hans til að hreinsa frá marki sínu leiddi til þess að hann gaf andstæðingi sínum hnefahögg.

Áður hafði Emerson Royal fengið reisupassann og léku Brasilíumenn því aðeins með níu leikmenn undir lok leiksins en það kom ekki að sök í jafnteflinu.

Brasilía hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á HM 2022 sem fer fram í Katar síðar á þessu ári.