Simon Mignolet, landsliðsmarkvörður Belgíu sem spilaði á dögunum gegn Íslandi er með COVID-19. Hann greinir sjálfur frá þessu í Twitter færslu.
Mignolet, sem einnig er leikmaður Club Brugge, stóð vaktina í markinu gegn Íslandi í síðustu viku. Hann fékk á sig mark frá Birki Sævarssyni, bakverði í leiknum. Ísland tapaði leiknum líkt og alþjóð veit.
Sóttvarnarmál íslenska landsliðsins vöktu mikla athygli í síðustu viku.
Leikmaðurinn segir að hann hafi fengið niðurstöðurnar nú í morgun. Hann segist vera einkennalaus og við góða heilsu.
Unfortunately I tested positive on Covid-19 yesterday morning. After receiving the result this morning me and my family went in to quarantine immediately. Non of us showed any symptoms so far. 🙏🏻💪🏻💙🖤 #BluvnGoan #YNWA #NoSweatNoGlory pic.twitter.com/O336RC1faA
— Simon Mignolet (@SMignolet) October 18, 2020