Simon Migno­let, lands­liðs­mark­vörður Belgíu sem spilaði á dögunum gegn Ís­landi er með CO­VID-19. Hann greinir sjálfur frá þessu í Twitter færslu.

Migno­let, sem einnig er leik­maður Club Brug­ge, stóð vaktina í markinu gegn Ís­landi í síðustu viku. Hann fékk á sig mark frá Birki Sæ­vars­syni, bak­verði í leiknum. Ís­land tapaði leiknum líkt og al­þjóð veit.

Sótt­varnar­mál ís­lenska lands­liðsins vöktu mikla at­hygli í síðustu viku.

Leik­maðurinn segir að hann hafi fengið niður­stöðurnar nú í morgun. Hann segist vera ein­kenna­laus og við góða heilsu.