Körfubolti

Markkanen verður með á móti Íslandi

Lauri Markkan­en, lykilleikmaður í finnska karlalandsliðsinu í körfubolta, mun leika með finnska liðinu þegar liðið mætir Íslandi í undankeppni HM 2019 í Helsinki í júlí í sumar.

Lauri Markkan­en í leik með Chicago Bulls í vetur. Fréttablaðið/Getty

Lauri Markkan­en, lykilleikmaður í finnska karlalandsliðsinu í körfubolta, verður á meðal leikmanna finnska liðsins þegar liðið mætir Íslandi í undankeppni HM 2019 í Helsinki í júlí í sumar. Markkanen hefur ekki fengið leyfi frá félagsliði sínu, Chicago Bulls, til þess að leika með finnska liðinu í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni. 

Þar á meðal var sigur íslenska liðsins gegn því finnska í Laugardalshöllinni í febrúar síðstliðnum. Chicago Bulls getur hins veagr ekki hindrað Markkanen í því að leika með finnska liðinu í undankeppni á meðan ekki er leikið í NBA-deildinni. Markkan­en hef­ur skorað 15 stig að meðaltali í leik og tók 7 frá­köst að jafnaði á sinni fyrsti leiktið í NBA. 

Ísland hef­ur fjögur stig eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni, en íslenska liðið lagði Finna og Tékka að velli á heimavelli í febrúar eftir að hafa tapað fyr­ir Búl­gör­um heima og Tékk­um ytra. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli í undankeppninni fara áfram í mill­iriðil og taka með sér stig­in þangað.

Ísland og Finnland eru jöfn að stigum með sex stig hvort lið í öðru til þriðja sæti F-riðilsisns, en Tékkar eru í efsta sæti riðilsins með sjö stig og Búlgarar reka lestina í riðlinum með fimm stig. Ísland mætir Búlgaríu í næstu umferð undankeppninnar í Búlgaríu í lok júní og Finnum svo í lokaumferð undankeppninnar í Laugardalshöll í byrjun júlímánaðar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

„Verð í öðru hlutverki og þarf að venjast því“

Körfubolti

„Þolinmæðin mun á endanum bresta"

Körfubolti

Keflavík sendir tvo erlenda leikmenn heim

Auglýsing

Nýjast

Fram fer vel af stað

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Auglýsing