Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem er fæddur árið 2003 hefur byrjað keppnistímabilið einkar vel í Svíþjóð með liði sínu IFK Norrköping.

Ísak Bergmann hefur verið í byrjunarliði Norrköping í þremur síðustu leikjum liðsins í sænsku úrvalsdeildinni og í þeim leikjum gefið þrjár stoðsendingar og skorað eitt mark.

Hér að neðan má sjá mynskeið af marki Ísaks Bergmanns og tveimur af þremur stoðsendingum hans.