ÍBV og FH gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í dag.

FH jafnaði Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar með þessu jafntefli, en liðin eru jöfn að stigum á toppnum með tíu stig. Breiðablik mætir Víkingi í sínum leik í fimmtu umferðinni á Kópavogsvelli annað kvöld. 

ÍBV hífði sig hins vegar upp í næstneðsta sæti deildarinnar, en liðið hefur tvö stig eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni í sumar. . 

Þetta var fyrri leikur dagsins í umferðinni, en Fjölnir og KR eigast við á Fjölnisvellinum í Grafarvogi klukkan 19.15. í kvöld.