Íslenski boltinn

Markahrókurinn Ondo semur við Selfoss

Gamli markahrókurinn Gilles Mbang Ondo fékk í dag félagsskipti sín yfir í Selfoss í gegn hjá KSÍ en hann er sjöundi leikmaðurinn sem Selfoss bætir við sig fyrir komandi tímabil.

Ondo fagnar marki fyrir Grindavík fyrir tíu árum síðan. Fréttablaðið/Daníel

Gilles Ondo fékk í dag félagsskipti yfir í Selfoss í gegn hjá KSÍ en hann kemur til liðs við Selfoss fyrir komandi tímabil í Inkasso eftir að hafa leikið í Frakklandi undanfarna mánuði.

Ondo er Íslendingum góðkunnugur eftir að hafa tekið gullskóinn sem markahæsti leikmaður efstu deildar er hann lék með Grindavík árið 2010. Lék hann í þrjú ár með Grindavík þar sem hann lék 50 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 28 mörk.

Ondo fór þaðan til Noregs og síðar meir fór hann á flakk um Mið-Austurlöndin en hann lék á síðasta tímabili með Vestra í 2. deild. Kom hann við sögu í 15 leikjum í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk.

Er hann sjötti leikmaðurinn sem Selfoss bætir við sig fyrir komandi tímabil en áður höfðu þeir bætt við leikmannahópinn leikmönnum á borð við Stefán Loga Magnússon, fyrrum markvörð KR og íslenska landsliðsins, sem og Kenan Turudija sem lék með Víking frá Ólafsvík undanfarin þrjú ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Valsmenn í úrslit Lengjubikarsins

Íslenski boltinn

Heims­meistarinn sem lék næstum því með KR látinn

Íslenski boltinn

Stjörnumenn byrjaðir að skipta um gervigras | Myndir

Auglýsing

Sjá meira Sport

Golf

Ólafía Þórunn skaust upp töfluna

Sport

Skallagrímur síðastur inn í úrslitakeppnina

Handbolti

Selfyssingum varð ekkert ágengt

Fótbolti

Sampson refsað fyrir ógnandi framkomu

Körfubolti

Taylor úrskurðaður í þriggja leikja bann

Körfubolti

Njarðvík skiptir um þjálfara

Auglýsing