Íslenski boltinn

Markahrókurinn Ondo semur við Selfoss

Gamli markahrókurinn Gilles Mbang Ondo fékk í dag félagsskipti sín yfir í Selfoss í gegn hjá KSÍ en hann er sjöundi leikmaðurinn sem Selfoss bætir við sig fyrir komandi tímabil.

Ondo fagnar marki fyrir Grindavík fyrir tíu árum síðan. Fréttablaðið/Daníel

Gilles Ondo fékk í dag félagsskipti yfir í Selfoss í gegn hjá KSÍ en hann kemur til liðs við Selfoss fyrir komandi tímabil í Inkasso eftir að hafa leikið í Frakklandi undanfarna mánuði.

Ondo er Íslendingum góðkunnugur eftir að hafa tekið gullskóinn sem markahæsti leikmaður efstu deildar er hann lék með Grindavík árið 2010. Lék hann í þrjú ár með Grindavík þar sem hann lék 50 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 28 mörk.

Ondo fór þaðan til Noregs og síðar meir fór hann á flakk um Mið-Austurlöndin en hann lék á síðasta tímabili með Vestra í 2. deild. Kom hann við sögu í 15 leikjum í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk.

Er hann sjötti leikmaðurinn sem Selfoss bætir við sig fyrir komandi tímabil en áður höfðu þeir bætt við leikmannahópinn leikmönnum á borð við Stefán Loga Magnússon, fyrrum markvörð KR og íslenska landsliðsins, sem og Kenan Turudija sem lék með Víking frá Ólafsvík undanfarin þrjú ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Benitez valinn stjóri mánaðarins í nóvember

Auglýsing