Magnað mark Andros Townsend gegn Manchester City á Etihad-vellinum var í dag valið flottasta mark desembermánaðar.

Er þetta í annað sinn sem mark sem Townsend skorar hlýtur nafnbótina en hægt er að sjá markið neðst í fréttinni.

Townsend kom Crystal Palace nokkuð óvænt 2-1 yfir á Etihad-vellinum með þrumufleyg af 30 metra færi.

Eftir hreinsun heimamanna reyndi hann viðstöðulaust skot sem var óverjandi fyrir Ederson í marki Manchester City.

Með því hafði hann betur gegn Pierre-Emerick Aubameyang, Jose Holebas, Christian Eriksen, Victor Camarasa, Roberto Firmino og Harry Kane.