Enski boltinn

Mark Townsend gegn City valið mark mánaðarins

Magnað mark Andros Townsend gegn Manchester City á Etihad-vellinum var í dag valið flottasta mark desembermánaðar.

Ederson átti ekki möguleika í skot Townsend þrátt fyrir að það væri af löngu færi. Fréttablaðið/Getty

Magnað mark Andros Townsend gegn Manchester City á Etihad-vellinum var í dag valið flottasta mark desembermánaðar.

Er þetta í annað sinn sem mark sem Townsend skorar hlýtur nafnbótina en hægt er að sjá markið neðst í fréttinni.

Townsend kom Crystal Palace nokkuð óvænt 2-1 yfir á Etihad-vellinum með þrumufleyg af 30 metra færi.

Eftir hreinsun heimamanna reyndi hann viðstöðulaust skot sem var óverjandi fyrir Ederson í marki Manchester City.

Með því hafði hann betur gegn Pierre-Emerick Aubameyang, Jose Holebas, Christian Eriksen, Victor Camarasa, Roberto Firmino og Harry Kane.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Enski boltinn

City með öruggan sigur á Huddersfield

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing