Fótbolti

Mark Hólmars kom Levski í toppsætið

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði sigurmarkið þegar lið hans, Levski Sofia, skaust á topp búlgörsku efstu deildarinnar í knattspyrnu með 2-1-sigri gegn Dunay Ruse í fjórðu umferð deildarinnar í dag.

Hólmar Örn Eyjólfsson var á skotskónum í sigri Levski Sofia. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tryggði liði sínu, Levski Sofia 2-1-sigur þegar liðið mætti Dunay Ruse í fjórðu umferð búlgörsku efstu deildarinnar í dag. 

Mark Hólmars Arnar kom þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Hann hefur þar af leiðandi skorað jafn mörk deildarmörk á yfirstandandi leiktíð og hann gerði í deildinni á síðasta keppnistímabili. 

Levski Sofia hefur tíu stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur eins stigs forskot á CSKA Sofiu sem á leik til góða á nágranna sína. 

CSKA Sofia mætir Slavia Sofiu á morgun og getur þar hrifsað toppsætið af Levski Sofiu með jafntefli eða sigri í þeim leik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing