Fótbolti

Mark Hólmars kom Levski í toppsætið

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði sigurmarkið þegar lið hans, Levski Sofia, skaust á topp búlgörsku efstu deildarinnar í knattspyrnu með 2-1-sigri gegn Dunay Ruse í fjórðu umferð deildarinnar í dag.

Hólmar Örn Eyjólfsson var á skotskónum í sigri Levski Sofia. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tryggði liði sínu, Levski Sofia 2-1-sigur þegar liðið mætti Dunay Ruse í fjórðu umferð búlgörsku efstu deildarinnar í dag. 

Mark Hólmars Arnar kom þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Hann hefur þar af leiðandi skorað jafn mörk deildarmörk á yfirstandandi leiktíð og hann gerði í deildinni á síðasta keppnistímabili. 

Levski Sofia hefur tíu stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur eins stigs forskot á CSKA Sofiu sem á leik til góða á nágranna sína. 

CSKA Sofia mætir Slavia Sofiu á morgun og getur þar hrifsað toppsætið af Levski Sofiu með jafntefli eða sigri í þeim leik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Jón Dagur sá rautt

Fótbolti

Nani að semja við lið í MLS

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

Auglýsing