Mario Balotelli gekk af velli um tíma í 1-2 tapi Brescia gegn Hellas Verona eftir að hafa þurft að hlusta á kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Verona.

Balotelli kom aftur inn á stuttu síðar eftir að liðsfélagar hans náðu að róa hann niður og skoraði Balotelli eina mark Brescia í leiknum.

Ítalski framherjinn var að missa boltann við hornfánann og missti stjórn á skapi sínu, tók boltann upp og þrumaði honum í stúkuna áður en hann gekk af velli.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Balotelli verður fyrir kynþáttaníð í heimalandi sínu.