Arnar Pétursson þjálfari A landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum.

Leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði 23. og 24. nóvember næstkomandi. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari þrefaldra meistara Vals heldur um stjórnartaumanan hjá Færeyjum og Hlynur Morthens er honum til aðstoðar líkt og hjá Valsliðinu.

Mariam Eradse leikmaður franska liðsins Toulon fær tækifæri til þess að sýna sig og sanna að þessu sinni hjá íslenska liðinu.

Íslenska liðið mun hefja æfingar á höfuðborgarsvæðinu þann 18. nóvember en frítt verður inn á báða leikina í boði KFC.

Íslenska hópinn má sjá hér að neðan:

Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir Vendsysse Handbolt 23 / 0

Hafdís Renötudóttir Fram 26 / 1

Íris Björk Símonardóttir Valur 71 / 4

Vinstra horn:

Perla Ruth Albertsdóttir Fram 22 / 25

Sigríður Hauksdóttir HKHKHK 14 / 31

Vinstri skytta:

Andrea Jacobsen Kristianstad Handboll 20 / 14

Helena Rut Örvarsdóttir SonderjyskE Damhåndball 36 / 76

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Bourg De Peage Drome 32 / 60

Lovísa Thompson Valur 18 / 28

Ragnheiður Júlíusdóttir Fram 25 / 24

Leikstjórnendur:

Ester Óskarsdóttir ÍBV 31 / 21

Eva Björk Davíðsdóttir Skuru IK Handbold 35 / 27

Karen Knútsdóttir Fram 100 / 357

Sandra Erlingsdóttir Valur 2 / 4

Hægri skytta:

Birna Berg Haraldsdóttir Neckarsulmer Sport-Union 56 / 112

Thea Imani Sturludóttir Oppsal Håndball 38 / 52

Rut Jónsdóttir Team Esbjerg 94 / 191

Hægra horn:

Díana Dögg Magnúsdóttir Valur 20 / 16

Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram 104 / 302

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir Valur 150 / 282

Mariam Eradse Toulon 0 / 0

Steinunn Björnsdóttir Fram 33 / 23